- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Standa höllum fæti eftir fjögurra marka tap

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Haukar standa höllum fæti eftir fjögurra marka tap, 26:22, kýpversku meisturunum Sabbianco Anorthosis Famagusta, í fyrri viðureign liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla á Nikósíu í kvöld. Síðari viðureignin verður á sama stað á morgun, flautað skal til leiks klukkan 18.


Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 12:12, eftir fremur rólegan leik þar sem lítið var skorað framan af. Haukar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Að loknum 19 mínutum hafði hvort lið skorað fimm sinnum.


Viðureignin var jöfn framan af síðari hálfleik. Haukar komust tvisvar yfir, 16:15, og 17:16, þegar rétt innan við 20 mínútur voru til leiksloka. Upp úr þessu tóku heimamenn völdin. Þeir náðu forystunni og voru sterkari síðustu 10 mínúturnar.

Haukum tókst að skora tvö síðustu mörk leiksins og þannig halda opnum möguleika fyrir síðari leikinn.


Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Andri Már Rúnarsson 3, Geir Guðmundsson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Matas Pranckevicius 1.
Varin skot: Matas Pranckevicius 9, 26,4%.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textafærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -