- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stefnan er sett á sigur í forsetabikarnum

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari verður á vaktinni við hliðarlínuna í dag í leiknum við Grænlendinga. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

„Ég viss um að leikmenn hafa ýtt frá sér vonbrigðunum. Í morgun fórum við yfir nokkur atriði úr leiknum við Angóla og þar með punkt aftan við þann hluta mótsins. Framundan er einbeita sér að nýju móti og öðrum andstæðingum,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is í Frederikshavn í Danmörku.


Spurður hvort ekki væri krafa um að vinna þessa keppni sem framundan er og er kennd við forseta sagði Arnar það vera markmiðið að vinna mótið.

„Við stefnum á sigur en við þurfum að halda áfram að vinna þetta eins og við höfum gert. Einn leikur í einu. Fyrst er það leikur við Grænlendinga áður en lengra verður haldið. Við verðum áfram að einbeita okkur að því að okkur sjálfum og gera allt eins vel og hægt er,“ sagði Arnar sem fer ekki framúr sér í væntingum frekar en áður.

Punktur aftan við keppnini í Stafangri

„Við lékum vel gegn Angóla. Frammistaðan var mjög góð á margran hátt í úrslitaleik um að komast áfram í keppninni. Það var stórt verkefni. Við fengum helling út úr því og stelpurnar vita það. Nú höfum við sett punkt aftar við þann leik og verðum við að halda áfram að nýta okkur allt það góða sem orðið í leik okkar til halda áfram að bæta okkar leik sem er okkar aðalmarkmið svo við fáum sem mest út úr þessu upp á framtíðina að gera,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari.

Leikur Íslands og Grænlands í fyrstu umferð riðlakeppni forsetabikarkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik hefst klukkan 17 í dag í Frederikshavn í Danmörku. Handbolti.is er í Frederikshavn og fylgist með leiknum í textalýsingu úr keppnishöllinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -