- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stigu stórt skref í átt að úrvalsdeildinni

Halldór Stefán Haraldsson, hættir þjálfun Volda í Noregi í lok keppnistímabilsins. Mynd/Volda

Volda, undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar, steig stórt skref í átt að norsku úrvalsdeildinni í dag með sigri á Haslum Bærum, 23:21, á útivelli. Volda er þar með áfram í efsta sæti og með tveggja stiga forskot á Gjerpen HK Skien sem er í öðrum sæti. Tvær umferðir eru eftir auk þess sem Volda hefur betri stöðu í innbyrðis leikjum við Gjerpen.


Haslum Bærum er í þriðja sæti deildarinnar en hefur misst vonina um að hreppa efsta sætið eftir tapið fyrir Volda í dag.


Volda verður að vinna annan af tveimur leikjum sínum sem eftir eru til þess að tryggja sér sæti í efstu deild norska kvennahandknattleiksins í fyrsta sinn í sögu sinni. Raunar verður Volda fyrsta liðið frá Suður-Mæri til að ná svo langt.


Auk Halldórs Stefáns þá er unglingalandsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir leikmaður Volda og Hilmar Guðlaugsson fyrrverandi þjálfari HK og Selfoss er hægri hönd Halldórs Stefáns við þjálfunina. Katrín Tinna skoraði ekki mark í leiknum í dag en tók vel á því vörninni.


Halldór Stefán endurnýjaði samning sinn við Volda fyrir helgina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -