Nokkuð hefur verið um staðfest félagaskipti í handknattleiknum hér heima síðustu daga og hafa starfsmenn HSÍ verið með stimpilinn á lofti nánast dag og nótt til að tryggja handknattleiksfólki þátttökurétt í kappleikjum tímabilsins sem hafið er. Hér fyrir neðan er tæpt á þeim félagaskiptum sem stimpluð hafa verið á skrifstofu HSÍ á undangengnum dögum.
Brynjar Loftsson til Fjölnis frá Vængjum Júpiters.
Jónas Eyjólfur Jónasson til Vængja Júpiters frá Fjölni.
Mina Mandic til Selfoss frá félagsliði í Svartfjallalandi.
Davíð Hlíðdal Svansson til KA frá HK.
Gunnar Valur Arason til Vængja Júpiters frá Kríu.
Jóhann Reynir Gunnlaugsson til Víkings frá Gróttu.
Gunnhildur Pétursdóttir til Hauka frá félagsliði í Slóvakíu.
Gísli Jörgen Gíslason til Víkings frá FH.
Stefán Hinriksson til Vængja Júpiters frá ÍR.
Einar Sindri Ólafsson til Mílunnar frá Selfossi.
Logi Ágústsson til Víkings frá ÍR.
Sigþór Gellir Michaelsson til Vængja Júpiters frá Kríu.
Hermann Guðmundsson til Mílunnar frá Selfoss – til 1.5. 2022.
Díana Sif Gunnlaugsdóttir til Fjölnis frá ÍR.
Kristófer Andri Daðason til Fram frá HK.
Egill Már Hjartarson til Fjölnis frá Aftureldingu.
Trausti Elvar Magnússon til Mílunnar frá Selfossi.
Þórður Tandri Ágústsson til Stjörnunnar frá Þór Ak.
Andri Dagur Ófeigsson til Víkings frá Selfossi.
Benedikt Elvar Skarphéðinsson til Víkings frá FH.
Jovan Kukobat til Víkings frá Þór Ak.
Bergur Bjartmarsson til Fjölnis frá Fram – 31.05.2022.
Gabríel Bjarni Jónsson til Mílunnar frá Selfossi – 1.10.2021.
Brynhildur Elva Thorsteinson til Fjölnis frá Fram.
Dagný Lára Ragnarsdóttir til Gróttu frá félagsliði í Noregi.
Igor Mrsulja til Gróttu frá félagsliði í Norður Makedóníu.
Natasja Anjodottir Hammer til Hauka frá Neistanum í Færeyjum.
Sigurður Andri Jóhannesson til Mílunnar frá Selfossi.