- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan endurheimti annað sætið

Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni í dag gegn HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

HK veitti Stjörnunni mikla mótspyrnu þegar liðin mættust í lokaleik 11. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í dag. Stjarnan, sem er í öðru sæti Olísdeildar, átti fullt í fangi með að tryggja sér stigin tvö gegn neðsta liðinu en hafði það af áður en yfir lauk, 26:22. Stjarnan var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.


Þótt Stjarnan næði þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik þá nægði það ekki til þess að slá leikmenn HK út af laginu. Þeir bitu frá sér og tókst halda í við Garðabæjarliðið allt þar til á allra síðustu mínútum.


Stjarnan endurheimti annað sæti deildarinnar með sigrinum en ÍBV hafði náð að lauma sér fram fyrir með því að leggja Valsara í gær.

Með leiknum í Kórnum lauk 11. umferð Olísdeildar en þrjár viðureignir fóru fram í gær.


Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Embla Steindórsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 1, Kristín Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 10, 30,3% – Ethel Gyða Bjarnasen 1/1, 25%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8/5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5/1, Anna Karen Hansdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Aníta Theodórsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 15, 40,5%.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -