- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri – Hergeir skoraði 13

Patrekur Jóhannesson fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði Gróttu í hörkuleik í Mýrinni í Garðabæ, 31:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Gróttumenn áttu þess kost að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en varð ekki kápan úr því klæðinu þrátt fyrir að hafa lagt á ráðin. Hergeir Grímsson fór á kostum hjá Stjörnunni og skoraði 13 mörk.


Eins og gegn ÍBV í fyrstu umferð þá fóru Stjörnumenn vel af stað í kvöld. Þeir voru komnir með sex marka forskot, 14:8, eftir miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tóku Gróttumenn að sækja í sig veðrið.

Í síðari hálfleik hélt Stjarnan forskoti sínu lengst af. M.a. var munurinn fjögur mörk eftir um 10 mínútur. Grótta sótti á og tókst að jafna, 27:27, þegar átta mínútur voru til leikslok með marki Jakobs Inga Stefánssonar.

Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 13/6, Pétur Árni Hauksson 6, Þórður Tandri Ágústsson 4, Haukur Guðmundsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Benedikt Marinó Herdísarson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 11/1, 30,6% – Sigurður Dan Óskarsson 4, 44,4%.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 6, Hannes Grimm 5, Ólafur Brim Stefánsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 5/4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Andri Fannar Elísson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 8, 27,6% – Shuhei Narayama 2/1, 16,7%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Tölfræði leiksins er hægt að nálgast hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -