- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan krækti í tvö mikilvæg stig á Selfossi

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan tryggði sér tvö afar mikilvæg stig í kvöld með sigri á liði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi í lokaleik 8. umferðar Olísdeildar karla, 30:26. Stjarnan var yfir frá upphafi til enda og hafði m.a. fimm marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 17:12.

Stjarnan er áfram í 10. sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn en stigin eru orðin fimm og auk þess að vera tveimur og þremur stigum á undan HK og Selfoss sem eru í neðstu tveimur sætunum. Grótta og Víkingur eru aðeins einu stigi fyrir ofan.


Eftir sigur á HK um síðustu helgi stóðu vonir til þess að leikmenn Selfoss mættu með hugann við leikinn við Selfoss þegar flautað var til leiks í Sethöllinni í kvöld. Sú reyndist ekki vera raunin. Heimamenn voru annars hugar. Stjörnumenn nýttu sér það og skoruðu sjö af fyrstu átta mörkunum. Þrátt fyrir leikhlé í stöðunni, 1:6, þá voru leikmenn Selfossliðsins áfram annars hugar. Segja má að leikmenn Selfoss hafi aldrei bitið úr nálinni eftir þetta upphaf. Þeim tókst að klóra í bakkann í síðari hálfleik en aldrei að gera alvöru atlögu að því að koma í veg fyrir sigur Stjörnunnar.

Ekki viðunandi

Selfoss á næst leik í Olísdeildinni 11. nóvember. Tímann verður að nýta vel til þess að snúa við taflinu því staðan getur vart talist viðunandi verandi á botninum með tvö stig. Þess utan þá er það ekki viðunandi að bjóða stuðningsmönnum upp á slíka byrjun sem liðið bauð upp á í kvöld gegn liði sem er á svipuðum slóðum í deildinni.

Er að rætast úr?

Stjarnan hefur fengið þrjú stig í þremur leikjum eftir þjálfaraskiptin. Meiðsli hafa herjað á leikmenn liðsins en svo virðist sem eitthvað sé að rætast úr í þeim efnum. Starri Friðriksson mætti til leiks á ný í kvöld og varð markahæstur.

Stjarnan á leik við Fram í Mýrinni eftir hálfan mánuði. Selfoss bíður næst heimaleikur við ÍBV.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Richard Sæþór Sigurðsson 4/2, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Alvaro Mallols Fernandez 1, Sölvi Svavarsson 1, Sverrir Pálsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 11/1, 35,5% – Alexander Hrafnkelsson 0.

Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 7/1, Þórður Tandri Ágústsson 5, Hergeir Grímsson 4, Haukur Guðmundsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 8/2, 29,6% – Adam Thorstensen 4, 44,4%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -