- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan lagði meistarana á sannfærandi hátt

Patrekur Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan varð fyrst liða til þess að vinna Íslands- og bikarmeistara Vals í Olísdeildinni á þessu tímabili í upphafsleik 6. umferðar í TM-höllinni í kvöld, 36:33. Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12, og náði mest níu marka forskoti í snemma í síðari hálfleik, 21:13.

Liðin eru áfram efst í deildinni með 10 stig hvort en Stjarnan á að baki fimm leiki en Valur sex. Stjörnumenn eru því áfram taplausir í deildinni og eru einir í þeirri stöðu.

Stjarnan lék afar vel í fyrri hálfleik meðan varnarleikur var slakur hjá Val. Valsmenn hertu upp hugann síðari hálfleik og gerði álitlega tilraun til þess að jafna metin þegar á leið og áttu m.a. möguleika að minnka muninn í eitt mark undir lokin. Það tókst ekki og Stjarnan vann sanngjarnan sigur eftir eftir að hafa verið yfir allan leiktímann.

Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 9, Hafþór Már Vignisson 8, Leó Snær Pétursson 6/4, Gunnar Steinn Jónsson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Dagur Gautason 3, Þórður Tandri Ágústsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 7, 25%, Adam Thorstensen 1, 10%.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/4, Tumi Steinn Rúnarsson 5/2, Agnar Smári Jónsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Einar Þorsteinn Ólafsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Vignir Stefánsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 2, Arnór Snær Óskarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, Motoki 1.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Handbolti.is var í TM-höllinni og fylgdist með framvindu leiksins í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -