- Auglýsing -
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 28:22. Næst eigast liðin við í TM-höllinni á laugardaginn og þá getur Stjarnan tryggt sér sæti í undanúrslitum og sent ÍBV-liðið í sumarleyfi.
Stjarnan lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik með afar góðum leik. Darija Zecevic fór á kostum í marki Stjörnunnar með um 50% markvörslu á bak við góða vörn. Einnig gekk sóknarleikur Stjörnunnar afar vel. Sex mörk skildu liðin að í hálfleik, 17:11.
ÍBV-liðið komst lítt áleiðis í síðari hálfleik. Stjarnan hélt fengnum hlut og vann sanngjarnan sex marka sigur.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 10, Elísa Elíasdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2/2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Ingibjörg Olsen 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 10/1, 32,3% – Erla Rós Sigmarsdóttir 0.
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 8/1, Anna Karen Hansdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Elísabet Gunnardóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Britney Cots 1.
Varin skot: Darija Zecevic 14, 38,9%.
- Auglýsing -