- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan verður fyrir blóðtöku

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stjarnan hefur orðið fyrir blóðtöku rétt áður en keppni hefst á ný í Olísdeild karla í handknattleik. Örvhenta skyttan Hafþór Már Vignisson, sem kom til félagsins, í sumar sem leið, frá ÍR, handarbrotnaði á dögunum í æfingaleik við KA.


Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Sagði hann brotið vera slæmt og reikna mætti með að Hafþór Már verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði af þeim sökum.

Hafþór Már sem er frá Akureyri og lék um nokkurt skeið með Akureyri handboltafélagi áður en hann fór til ÍR sumarið 2019 hefur skoraði níu mörk í þremur leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni.

Örvhenta skyttan Pétur Árni Hauksson er fyrir í herbúðum Stjörnunnar og mun vafalaust mæða meira á honum næstu vikurnar meðan Hafþór Már verður frá keppni.

Það eru ekki eingöngu meiðslafréttir úr herbúðum Stjörnunnar því líkindi munu vera fyrir því að Atli Rúnar Steinþórsson dragi fram keppnisskóna á nýjan leik og leiki á línunni með Garðabæjarliðinu. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar sem kom út í morgun en Atli Rúnar hefur verið einn umsjónarmanna þáttarins um tíma. Patrekur þjálfari sagði það vera 99% öruggt að Atli Rúnar leiki með Stjörnunni.

Atli Rúnar hefur lítt verið áberandi á handboltavellinum undanfarin ár en hann hefur m.a. leikið með Aftureldingu, FH, Gróttu og fleiri félögum.

Samkvæmt leikjaáætlun á heimsíðu síðu HSÍ stendur til að Stjarnan leiki við FH eftir viku í Olísdeild karla en þráðurinn verður tekinn upp í deildinni með þremur leikjum á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -