- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjórnaði úr einangrun í gegnum Facetime

Helle Thomsen lét ekki einangrun stöðva sig frá því að stýra liði sínu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú þegar kórónuveira setur strik í reikninginn víða þar sem hún leikur lausum hala er ýmsum brögðum beitt til þess að halda lífinu eins eðlilegu og hægt er. Danski handknattleiksþjálfarinn Helle Thomsen er í einangrun í bæ í Tyrklandi veik af covid19. Sem betur fer hefur veiran ekki leikið Thomsen mjög grátt.


Thomsen lét veikindi og einangrun ekki hindra sig meira en nauðsynlegt var til þess að stjórna liði sínu, Kastamonu, í kappleik í fyrradag í tyrknesku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna þótt hún mætti ekki vera í keppnishöllinni eða við hliðarlínuna.


Thomsen sat heima meðan leikurinn stóð yfir, fylgdist með útsendingu í sjónvarpinu og gaf skipanir til aðstoðarmanns síns á varamannabekknum í gegn samskiptaforritið Facetime eftir því sem fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Þetta virðist hafa gengið bærilega, alltént vann lið hennar með 29 marka mun.

Thomsen segir í samtali við TV2 þakka fyrir að ekki hafi verið um jafna viðureign að ræða þá hefði hún ekki þolað við. Reyndar sagði hún það hafa verið óþægilegt að útsending sjónvarpsins var 30 sekúndum á eftir rauntíma leiksins.


Thomsen hefur marga fjöruna sopið á glæsilegum ferli sínum sem þjálfari og ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát eins og glöggt kom fram að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -