- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stóð ekki steinn yfir steini

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en þegar kom fram í síðari hálfleikinn var eins og það molnaði jafnt og þétt undan okkur. Það stóð bara ekki steinn yfir steini í neinum þætti leiksins. Við misstum vörnina og á sama tíma var mikið um tæknifeila og að dauðafæri færu forgörðum hjá okkur. Við erum með að minnsta kosti 20 tæknifeila í leiknum. Það segir sig sjálft að það alveg galið,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari handknattleik eftir að íslenska landsliðið í handknattleik beið afhroð fyrir Ungverjum í síðasta leik milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München í kvöld, 33:25.


Íslenska landsliðið átti aldrei möguleika í síðari hálfleik eftir að hafa verið tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn, 15:13.

„Tæknifeilar og klúðruð dauðfæri hafa verið svolítið sagan okkar í mótinu fram til þessa, því miður þótt leikurinn í kvöld hafi verið versta dæmið,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

„Ungverjar nýttu sér öll okkar mistök, alla veikleika. Þessi frammistaða var léleg og alls ekki boðleg fyrir okkur. Það segir sig sjálft. Stundum voru lausnirnar ekki nægilega góðar og uppleggið hjá mér var sennilega heldur ekki nægilega gott.

Tvennt er í boði

Tvennt er í boði þegar við mætum til leiks í milliriðlakeppninni. Annað hvort er að leggjast niður eða spýta í lófana og líta í eigin barm, allir sem einn. Við eigum fjóra leiki eftir og getum ennþá komið okkur í Ólympíusæti en það liggur í augum uppi að þessi frammistaða fleytir okkur ekki langt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is í München í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -