- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stöngin bjargaði báðum stigunum

Lið Guif leiktíðina 2020/2021. Daníel Freyr Andrésson er í miðri neðstu röðinni í peysu númer 16. Mynd/Guif
- Auglýsing -

Guif frá Eskilstuna, með Hafnfirðinginn Daníel Frey Andrésson á milli stanganna, skellti IFK Kristianstad, 29:28, á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15. Markstöngin bjargaði báðum stigunum fyrir Guif í leiknum en Anton Halén, leikmaður Kristianstad, skaut í stöng úr vítakasti á lokasekúndu leiksins.


Daníel Freyr átti frábæran leik í marki Guif gegn sínum gamla samherja úr FH, Ólafi Andrési Guðmundssyni. Daníel Freyr varði alls 17 skot sem gerði 39,5% hlutfallsmarkvörslu.
Ólafur skoraði eitt mark og átti fimm stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson skoraði skoraði fjórum sinnum fyrir Kristianstad og átti tvær stoðsendingar.


Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde þegar liðið vann stórsigur á IFK Ystads, 30:21 á heimavelli.

Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Malmö 33(21), Ystads IF 31(20), Alingsås 27(21), Sävehof 26(19), Skövde 25(20), Lugi 25(21), Kristianstad 22(20), Hallby 20(21), IFK Ystads 17(20), Guif 16(20), Önnereds 14(20), Redbergslid 13(19), Varberg 13(21), Helsingborg 10(19), Aranäs 10(20).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -