- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar áfram á toppnum

Ólafur Andrés Guðmundsson fyrirliði IFK Kristianstad sem er efst og ósigrað í sænsku úrvalsdeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

IFK Kristianstad heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann liðið þó nauman sigur á Helsingborg á heimavelli, 28:27, í hörkuleik. Hinsvegar dugði stórleikur markvarðarins Daníels Freys Andréssonar Guif liðinu ekki til sigurs á heimavelli gegn Ystads IF, lokatölur 30:28.

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt í leiknum í kvöld og Teitur Örn Einarsson eitt. Teitur Örn hefur farið sér hægar í markaskorun á þessu tímabili en hefur bætt það upp með fjölda stoðsendinga. Hann hefur nú átt 27 stoðsendingar, fjórar fleiri en næsti maður á listanum.

IFK Kristianstad er með 10 stig eftir fimm leiki í efsta sæti. Ystads IF er stigi á eftir að loknum sigrinum á Guif.

Daníel Freyr fór á kostum enn einn leikinn á leiktíðinni. Hann varði 22 skot, þar af tvö vítaköst og var með 45,8% hlutfallsmarkvörslu.

Guif er sjötta sæti úrvalsdeildar með sex stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -