- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Elínar Jónu nægði ekki alveg

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður. Mynd/Vendsyssel
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, átti stórleik þegar nýliðar Vendsyssel fengu sitt fyrsta stig í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið sótti Ajax heim á Sjáland, 21:21. Reyndar fóru Elín Jóna og félagar illa að ráði sínu síðasta stundarfjórðung leiksins komnir þá í góða stöðu.

Elín Jóna varði 12 skot í leiknum, þar af eitt vítakast.

Steinunn Hansdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Vendsyssel sem hafði tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni þegar kom að leiknum í dag.

Vendsyssel var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:7, og hafði náð sex marka forskoti um miðjan síðari hálfleik þegar allt virtist fara í skrúfuna hjá leikmönnum sem varð þess valdandi að liðsmenn Ajax gengu á lagið og tryggðu sér annað stigið. Jöfnunarmarkið var skorað sjö sekúndum fyrir leikslok. Grátleg úrslit fyrir lið Vendsyssel.

Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Århus United í sigri á Horsens á útivelli, 29:21. Árósarliðið situr í fimmta sæti deildarinnar að loknum þremur leikjum með fjögur stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -