- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Hákons Daða

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson átti stórleik með Gummersbach í gærkvöld þegar liðið vann Dessauer, 35:27, í þýsku 2.deildinni í handknattleik á heimavelli. Hákon Daði skoraði 10 mörk, þar af eitt úr vítakasti og var markahæsti leikmaður liðsins ásamt Janko Bozovic.


Hákoni Daða brást bogalistin í þremur skotum. Elliði Snær Viðarsson mætti sprækur til leiks eftir að hafa tekið út leikbann í annarri umferð. Hann skoraði eitt mark.


Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach-liðið sem er efst í deildinni með sex stig eftir þrjá leiki eins og Eintracht Hagen og HC Empor Rostock.

Guðjón Valur Sigurðsson og Elliði Snær Viðarsson í leiknum í gær. Mynd/Philipp Ising

Hüttenberg og Essen eru einnig taplaus en hafa leikið tvisvar sinnum hvort.


Anton Rúnarsson skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum þegar TV Emsdetten krækti í eitt stig í heimsókn sinni til Bietigheim í suður Þýskalandi, 31:31. Einnig átti Anton eina stoðsendingu í leiknum. Emsdetten situr í sjötta sæti deildarinnar með þrjú stig að loknum þremur leikjum og fer liðið svo sannarlega betur af stað en á síðustu leiktíð. Þá var Emsdetten í basli frá upphafi til enda og var nærri fallið úr deildinni. Mikil endurnýjun varð á leikmannhópnum í sumar sem hefur skilað sér í að upphafsleikirnir hafa verið betri en í fyrra.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -