- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur CSKA og sæti í 8-liða úrslitum er í höfn

Polina Vedekhina hér í leik með rússneska landsliðinu á EM2020 var í sigurliði CSKA í gær. CSKA er öruggt um sæti 8-liða úrslitum Meistaradeildar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Seinni leikurinn í tvíhöfðanum á milli liðanna CSKA og Podravka í B-riðli Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram í gærkvöldi og um var að ræða heimaleik Podravka-liðsins sem er frá Króatíu.

Rússneska liðið, sem lenti í erfiðleikum með að brjóta króatíska liðið niður í fyrri leiknum á sunnudaginn, mætti mun ákveðnari til leiks í gær og sigraði með sextán marka mun, 36-20. Þetta er stærsti sigur CSKA á leiktíðinni.


Jafnræði var með liðunum í upphafi og um miðjan hálfleikinn var staðan 7-6 fyrir CSKA sem fljótlega sleit sig frá andstæðingi sínum og fór með sex marka forystu inn í hálfleik, 16-10.

Leikmenn CSKA slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og á 45. mínútu var liðið komið með tíu marka forystu, 26-16, sem það lét aldrei af hendi og sigruðu að lokum 36-20.

Í leiknum á sunnudaginn var það markvörðurinn, Chana Masson, sem kom rússneska liðinu til bjargar með góðri markvörslu á lokakafla leiksins. Hún fékk traustið í gærkvöldi og byrjaði leikinn. Þakkaði pent fyrir sig með því að verja 13 skot.

CSKA heldur áfram góð gengi á nýju ári 2021. Liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni á nýju ári. Með þessum sigri eru þær rússnesku komnar í 21 stig og fara þar með upp fyrir Györ í topp sætið í B-riðli. Það sem meira er þá hefur liðið nú tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Podravka situr hins vegar á botni riðilsins með 2 stig og hefur tapað 10 leikjum í röð.

Podravka 20-36 CSKA (10-16)

Mörk Podravka: Lamprini Tsakalou 7, Dijana Mugosa 3, Korina Karlovcan 2, Lea Franusic 2, Azenaide Carlos 2, Nikolina Zadravec 1, Elena Popovic 1, Dragica Dzono 1, Ana Buljan 1.

Varnin skot: Yuliya Dumanska 7, Magdalena Ecimovic 4.

Mörk CSKA: Darya Dmitrieva 6, Antonina Skorobogatchenko 4, Sara Ristovska 4, Polina Vedekhina 3, Polina Gorshkova 3, Natalia Chigirinova 3, Ekaterina Ilina 3, Kathrine Heindahl 3, Yuliia Markova 2, Sabina Rosengren 2, Marina Sudakova 1, Anastasiia Illarionova 1, Elena Rabazulkina 1.

Varin skot: Chana Masson 13, Polina Kaplina 5.

Staðan: 
1. CSKA 21 stig
2. Györ 20 stig
3. Brest 16 stig
4. Odense 13 stig
5. Buducnost 10 stig
6. Dortmund 4 stig
7. Valcea 4 stig
8. Podravka 2 stig

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -