- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Guðmundi Þórði og Arnari Frey

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gefur leikmönnum sínum skipanir. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

MT Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og leikur í þýsku 1. deildinni, vann átta marka sigur á Göppingen á heimavelli í gær, 31:23. Svo öruggur sigur er nokkuð óvæntur þar sem Göppingen liðið hefur leikið afar vel síðan þráðurinn var tekinn upp í þýsku 1. deildinni í febrúar og liðið er á meðal þeirra allra efstu.


Hvorki Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen, né Gunnar Steinn Jónsson, liðsmaður Göppingen, skoruðu í leiknum. Þýsku landsliðsmennirnir, Julius Kühn og Tobias Reichmann, voru markahæstir hjá Melsungen. Sá fyrrnefndi skoraði sjö mörk en Reichmann sex eins og Domagoj Pavlovic sem einnig leikur með Melsungen. Markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar, Marcel Schiller, skoraði sex mörk fyrir Göppingen.


Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer HC, 25:21, á útivelli. Ómar var með fullkomna skotnýtingu. Hann er nú þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 188 mörk.

Daninn Michael Damgaard fór hamförum og skoraði 13 mörk fyrir Magdeburg í 19 skotum. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer HC.

Alexander Petersson skoraði eitt mark þegar Flensburg endurheimti efsta sæti deildarinnar, alltént í bili, með öruggum sigri á heimavelli gegn Wetzlar, 32:24.


Önnur úrslit í gær:
Nordhorn – Coburg 28:26
Tusem Essen – Leipzig 24:26
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -