- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Söndru – naumt tap hjá Díönu Dögg

Sandra Erlingsdóttir í leik með Metzingen. Mynd/Metzingen
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og félagar TuS Metzingen unnu stórsigur á Sport-Union Neckarsulm, 35:24, í 23. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Með sigrinum í dag færðist TuS Metzingen upp um eitt sæti í deildinni, upp í það sjötta með 26 stig.

Díana Dögg Magnúsdóttir og félagar hennar í BSV Sachsen Zwickau glöddust yfir tapi Sport-Union Neckarsulm því einu stigi munar á liðunum í 12. og 13. sæti fyrir lokaumferðirnar þrjár. BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega í dag á heimavelli fyrir Buxtehuder SV, 28:27.

Íslendingaslagur eftir viku

TuS Metzingen og BSV Sachsen Zwickau mætast á heimavelli Metzingen um næstu helgi.

Sandra skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í stórsigri TuS Metzingen og liðsmönnum Neckarsulm í nágrenni Stuttgart í dag.

„Það var aulalegt hjá okkur að tapa niður leiknum í dag. Við gerðum klaufaleg mistök á síðustu tíu mínútunum sem reyndust dýr,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is í kvöld. Tíu mínútum fyrir leikslok var BSV Sachsen Zwickau með tveggja marka forskot, 23:21, eftir að hafa leikið vel fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks. Buxtehuder var með yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik, 13:12.

Þrjú mörk og sex stoðsendingar

Díana Dögg skoraði þrjú mörk í leiknum við Buxtehuder, átti sex stoðsendingar, skapaði tvö færi, vann eitt vítakast og vann leikmenn Buxtehuder í þrígang af leikvelli.

Mætast í næst síðustu umferð

BSV Sachsen Zwickau er í þriðja neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan Neckarsulm. Liðin mætast í næst síðustu umferðinni. Zwickau leikur við Wailblingen í síðustu umferð. Wailblingen er í 14. og neðsta sæti og er fyrir löngu fallið úr deildinni.

Næst neðsta lið deildarinnar þegar upp verður staðið tekur þátt í umspili við næst efsta liðið í 2. deild um keppnisrétt í 1. deild á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -