Örvhenta stórskyttan Arnar Birkir Hálfdánsson hefur framlengt samning sinn við þýska 2. deildarliðið EHV Aue til eins árs. Hann er þar með samningsbundinn félaginu fram á mitt árið 2022. Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins fyrir helgina.
Arnar Birkir kom til EHV Aue á síðasta sumri eftir að hafa leikið með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni um tveggja ára skeið. Áður hafði Arnar Birkir leikið með Fram, ÍR og FH. Hann á einnig nokkra A-landsleiki.
Arnar Birkir hefur skoraði 65 mörk í 20 leikjum með EHV Aue á leiktíðinni. Liðið er í sjöunda sæti 2. deildar.
Sveinbjörn Pétursson markvörður endurnýjaði samning sinn við Aue skömmu eftir áramót eins og handbolti.is greindi frá. Hann kom einnig til félagsins á síðasta ári eftir nokkurra ára fjarveru.