- Auglýsing -
Stórskyttan Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss og leikur þar með áfram með liði félagsins í Olísdeildinni.
Einar er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið stærstan hluta ferils síns hjá uppeldisfélaginu og ævinlega verið í hópi markahæstu leikmann. Einnig var Einar í Íslandsmeistaraliði Selfoss vorið 2019.
Einar gekk til liðs við ÍBV sumarið 2014 og var með Eyjamönnum í tvö tímabil en færði sig aftur yfir í raðir uppeldisfélagsins 2016 þegar Selfoss endurheimti sæti í Olísdeildinni.
„Það er virkilega gleðilegt að Einar ætli að taka slaginn áfram með okkur. Hann er gríðarlega leikreyndur og raunar einn markahæsti leikmaður meistaraflokks karla frá upphafi. Það er ómetanlegt fyrir ungu leikmennina sem eru að fóta sig í deild þeirra bestu að hafa leiðtoga á borð við Einar sér við hlið,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss.
- Kolstad tapaði toppslagnum í Håkons hall
- Orri, Stiven og Þorsteinn fögnuðu allir sigri í Portúgal
- Kristianstad HK með níu marka forskot til Hollands
- Molakaffi: Guðmundur, Elvar, Ágúst, Dana, Vilborg, Einar
- Grill 66-karla: Sex lið eru jöfn að stigum
- Auglýsing -