- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stropé og Hergeir best á Selfossi – Guðfinna félagi ársins

Hergeir Grímsson og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Mynd/UMFS
- Auglýsing -

Roberta Stropé og Hergeir Grímsson voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða Selfoss á lokahófi meistaraflokka félagsins sem fram fór á dögunum. Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir meistaraflokka og U-liðið auk þess sem félagi ársins var valinn og fleiri viðurkenningar veittar.


„Guðfinna Tryggvadóttir var valin félagi ársins en Guðfinna hefur verið mjög öflug í kringum meistaraflokk kvenna í vetur og haldið utan um framkvæmd heimaleikja liðsins ásamt því að hugsa vel um stelpurnar. Einnig hefur hún unnið sjálfboðaliðastörf í kringum leiki hjá u-liði karla og hjá meistaraflokki karla. Fólk eins og Guðfinna er ómissandi í starfi deildarinnar,“ segir fréttatilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss.


Guðfinna Tryggvadóttir fyrir miðri mynd með börnum sínum, Tryggva Sigurberg og Tinnu Sigurrós. Mynd/UMFS


Veittar voru viðurkenningar fyrir spilaða leiki. Viðurkenningu fyrir 100 leiki spilaða fyrir Selfoss fengu þau Atli Ævar Ingólfsson, Ragnar Jóhannsson, Tryggvi Þórisson, Alexander Hrafnkelsson, Katla Björg Ómarsdóttir, Jósef Geir Guðmundsson, liðsstjóri og þjálfarinn Þórir Ólafsson.


Fyrir 200 leiki spilaða fyrir Selfoss fengu viðurkenningar þeir Hergeir Grímsson, Einar Sverrisson, Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Örn Þrastarson þjálfari.


Hér fyrir neðan er nánari listi yfir marga þeirra sem fengu viðurkenningu í lokahófi meistaraflokksliða Selfoss.


Félagi ársins: Guðfinna Tryggvadóttir.


U-lið
Markakóngur: Tryggvi Sigurberg Traustason (120 mörk).
Besti leikmaður: Tryggvi Sigurberg Traustason.

Meistaraflokkur kvenna:
Markadrottning: Tinna Sigurrós Traustadóttir (174 mörk)
Varnarmaður: Tinna Soffía Traustadóttir.
Sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir.
Efnilegasti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir
Baráttubikarinn: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir.
Besti leikmaður: Roberta Stropé.

Meistaraflokkur karla:
Markakóngur: Einar Sverrisson (138 mörk).
Varnarmaður: Einar Sverrisson.
Sóknarmaður: Atli Ævar Ingólfsson.
Efnilegasti leikmaður: Ísak Gústafsson.
Baráttubikarinn: Richard Sæþór Sigurðsson.
Besti leikmaður: Hergeir Grímsson.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -