- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Suður Kóreumenn voru Ungverjum engin fyrirstaða

Ungverjar fagna marki í leiknum við Suður Kóreumenn í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverjar fóru létt með Suður Kóreumenn í fyrri leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag en lið þjóðanna eru með íslenska liðinu í riðli á mótinu. Lokatölur, 35:27, eftir að Ungverjar voru með 10 marka forskot í hálfleik, 21:11.


Ungt lið Suður Kóreu, sem er að uppstöðu til unglingalandsliðið sem sent var til leiks á HM í Egyptalandi fyrir tveimur árum, náði að halda í við Ungverja fyrsta stundarfjórðunginn í viðureinginni í Kristianstad Arena. Ungverjar breyttu stöðunni um 9:7 í 12:7 á tveggja mínútna kafla. Eftir það jókst munurinn fram að hálfleik.

Jeongu Kang stöðvaður af ungverskum varnarmönnum í leiknum í Kristianstad í kvöld. Mynd/EPA


Í síðari hálfleik tókst Suður Kóreubúum að minnka forskotið niður í sjö um skeið undir lokin. Nær komust þeir ekki. Varnarleikur Suður Kóreumanna var ekki burðugur. Sóknarleikurinn var á köflum lipurlegur enda leikmenn snöggir og með talsverðan sprengikraft. Þeim tókst aldrei að ógna Ungverjum sem virðast vera með öflugt lið að vanda.


Ungverjar mæta Íslendingum á laugardaginn klukkan 19.30.


Mörk Ungverjalands: Mate Lekai 7, Pedro Alvarez 5, Miklos Rosta 5, Bendeguz Boka 3, Bendeguz Bujdoso 3, Bence Banhidi 3, Richard Bodo 3, Zoran Ilic 2, Zoltán Szita 2,Egon Hanusz 1, Patrick Ligetvari 1.
Mörk Suður Kóreu: Jeongu Kang 5, Taehyun Ha 5, Seung Park 5, Hyeonsik Lee 4, Donghyun Jang 3, Jinyoung Kim 2, Yoseb Lee 1, Minho Ha 1, Gimin Kim 1.

D-riðill (Kristianstad)
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

Leikjadagskrá, úrslit og staðan á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -