- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svavar, Sigurður og Hlynur verða með á EM í Slóveníu

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson á EM 2022. Þeir verða með á EM 20 ára landsliða sem hefst í næstu viku. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson verða á meðal dómara á Evrópumóti 20 ára karlalandsliða sem stendur yfir frá 10. til 21. júlí Celje í Slóveníu. Til viðbótar verður Hlynur Leifsson eftirlitsmaður á mótinu en langt er um liðið síðan Íslendingur var síðast eftirlitsmaður á stórmóti í handknattleik.

Þetta verður annað Evrópumót yngri landsliða sem þeir Svavar Ólafur og Sigurður Hjörtur dæma á. Þeir dæmdu einnig leiki Evrópumóts 18 ára landsliða í Svartfjallalandi fyrir tveimur árum. Gekk þeim afar og vel og kom það m.a. í þeirra hlut að dæma annan undanúrslitaleikinn.

Svavar Ólafur og Sigurður Hjörtur hafa í vaxandi mæli fengið verkefni í Evrópu. Dæmdu þeir t.d. nokkra leiki í Evrópudeildar karla á síðustu leiktíð auk landsleikja.
Evrópumótið verður það fyrsta hjá yngri kynslóðinni með 24 þátttökuliðum en mörg undanfarin ár hafa 16 lið verið með.

Ekki einu Íslendingarnir

Þremenningarnir verða ekki einu Íslendingarnir á mótinu því U20 ára landslið Íslands verður í eldlínunni í Celje. Íslenska liðið verður í F-riðli með Svíum, Pólverjum og Úkraínumönnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -