- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn fór í aðra aðgerð – Vinnur hörðum höndum að bata

Sveinn Jóhannsson hefur samið við Kolstad í Noregi. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Því miður hefur ekki gengið klakklaust hjá línumanninum Sveini Jóhannssyni að ná bata eftir að hafa meiðst alvarlega í hné á æfingu með íslenska landsliðinu hér á landi rétt fyrir Evrópumótið í handknattleik í janúar. M.a. fór hnéskelin úr lið og fleira fór úr skorðum eins og gefur að skilja. Í aðgerðinni í lok janúar var m.a. einnig gert við brjóskskemmdir í hnénu.


Endurhæfing gekk ekki sársaukalaust fyrir sig og fyrir um mánuði fór Sveinn í aðra aðgerð á hnénu þar sem þess var freistað að laga það sem upp á vantaði.


„Það gekk ekki allt smurt fyrir sig fyrst en svo var ákveðið að ég færi í aðra aðgerð til þess að koma í veg fyrir verki sem voru að trufla endurhæfinguna,“ sagði Sveinn við handbolta.is.


„Ég fór í seinni aðgerðina 16. maí og síðan hefur allt verið að smella vel saman. Ef allt fer á besta veg ætti ég að verða orðinn leikfær í ágúst eða september,“ sagði Sveinn ennfremur en hefur verið frá keppni allt þetta. Einnig er samningur hans við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE gengin út.


Undir lok síðasta árs samdi Sveinn við þýska 1. deildarliðið HC Erlangen. „Ég stefni á að vera mættur sem fyrst aftur á völlinn og vinn ég hart að því. Það er hugurinn og vinnan sem kemur mér þangað,“ sagði Sveinn ákveðinn sem vinnur hörðum höndum við ná fullri heilsu á nýjan leik og halda áfram ferlinum á handknattleiksvellinum.


Arnar Theodórsson umboðsmaður Sveins sagði í skilaboðum til handbolta.is að samningur Sveins við HC Erlangen væri enn í gildi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -