- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn hafði betur gegn Elvari

Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sveinn Jóhannsson og félagar í SönderjyskE unnu stóran sigur á Elvari Erni Jónssyni og samherjum í Skjern, 33:23, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í gærkvöldi. SönderjyskE hafð tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:10.

Sveinn skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í liði suður-Jótanna. Elvar Örn skoraði fjögur mörk og átti eina stoðendingu en brást bogalistinn í tvígang í markskotum.

  • Elín Jóna Þorseinsdóttir, landsliðsmarkvörður, átti góðan leik í mark Vensyssel, varði 11 skot og var með 42% hlutfallsmarkvörslu þegar lið hennar tapaði fyrir Horsens á heimavelli þeirra síðarnefndu í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna. Steinunn Hansdóttir kom ekkert við sögu í liði nýliða Vendsyssel sem hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.
  • Í fyrrakvöld fengu Thea Imani Sturludóttir og hennar nýju samherjar í Århus United skell er þær sóttu Nyköbing heim í úrvalsdeildinni. Lokatölur voru, 30:18, fyrir Nyköbing. Theu tókst ekki að skora í leiknum. Árósarliðið er með tvö stig að loknum tveimur viðureignum.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk þegar Team Tvis Holstebro vann Ribe-Esbjerg, 37:32, á heimavelli Ribe-Esbjerg í fyrrakvöld í upphafsleik dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki. Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg og átti þrjár stoðsendingar. Gunnar Steinn Jónsson skoraði í þrígang en Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark að þessu sinni.
  • Í norsku úrvalsdeild karla hafði lið Óskars Ólafssonar, Drammen, betur í heimsókn sinni til Nærbo þótt tæpt væri, 31:30. Óskar skoraði sex mörk og notaði til þess níu skot. Drammen hefur farið vel af stað í deildinni og unnið báðar viðureignir sínar.
  • Barcelona átti að mæta Puerto Sagunto í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í gærkvöldi en leiknum var frestað eins og öðrum viðureignum umferðarinnar. Eins hefur annarri umferð, til stóð að færi fram á laugardaginn, verið slegið á frest vegna kórónupestarinnar sem leikur víða lausum hala á Spáni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -