- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn og félagar byrja af krafti

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE gengur til liðs við Erlangen í sumar. Mynd/SönderkyskE
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson og samherjar hans í SönderjyskE komu hressilega á óvart í fyrstu umferð í fyrsta riðli úrslitakeppninnar um danska meistaratitilinn í handknattleik karla í dag. Þeir lögðu þá Bjerringbro/Silkeborg með fjögurra marka mun, 32:28, á heimavelli. Staðan var jöfn í hálfleik.


Lið Bjerringbro/Silkeborg hefur verið á talsverðri siglingu síðustu vikur og virtust til alls líklegir í úrslitakeppninni á sama tíma og gengi SönderjyskE hefur verið upp og ofan.


Sveinn skoraði eitt mark í leiknum í dag úr eina skotinu sem hann átti á markið. Honum var einu sinni vísað af leikvelli enda harður í horn að taka í vörninni að vanda. Josip Cavar, markvörður og samherji Sveins, fór á kostum í markinu í leiknum. Hann varði 17 skot sem var 39% hlutfallsmarkvarsla.


Eftir eina umferð í riðli eitt er GOG með fjögur stig, SönderjyskE tvö, Bjerringbro/Silkeborg eitt en Kolding er án stiga. GOG og Bjerringbro/Silkeborg fengu stig í forgjöf þar sem liðin voru ofar í stöðutöflunni þegar deildarkeppninni lauk fyrir viku.


Næsti leikur Sveins og félagar í SönderjyskE verður á móti deildarmeisturum GOG á laugardaginn. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, leikur með GOG sem vann Ágúst Elí Björgvinsson og samherja í gær, 36:28.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -