- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn skoraði þrisvar – Minden vann mikilvæg stig

Sveinn Jóhannsson leikmaður þýska liðsins GWD Minden. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir GWD Minden þegar liðið vann EHV Aue í slag botnliða 2. deildar þýska handknattleiksins í gær, 31:28. Leikurinn fór fram í Aue. Bjarni Ófeigur Valdimarsson sleit hásin fyrir viku og tekur ekki þátt í fleiri leikjum með Minden. Með sigrinum fjarlægðist GWD Minden neðstu liðin tvö.

Sveinbjörn Pétursson varði fimm skot, 19%, á þeim 40 mínútum sem hann varði mark EHV Aue.  EHV Aue, sem leikur undir stjórn Ólafs Stefánssonar, rekur lestina í deildinni með 10 stig þegar níu umferðir eru eftir. GWD Minden er í 16. og þriðja neðsta sæti með 18 stig, fimm stigum fyrir ofan TuS Vinnhorst sem er næst neðst. 

EHV Aue og Tus Vinnhorst komu upp úr 3. deild á síðasta vori og hafa átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni þótt fyrrnefnda liðið þyki hafa tekið framfaraskref undir stjórn Ólafs sem tók við þjálfun í erfiðri stöðu á miðju þessu keppnistímabili. 

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -