- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svensson hættur – verður þjálfari sænska landsliðsins

Tomas Svensson t.h. leggur á ráðin með Guðmundi Þórði Guðmundssyni landsliðsþjálfara. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Svíinn Tomas Svensson hefur látið af störfum með A-landsliði karla handknattleik að eigin ósk og hefur Handknattleiksamband Íslands (HSÍ) orðið við ósk hans, eftir því sem HSÍ greinir frá í tilkynningu.

Ástæða þessa er sú að Svensson hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari sænska karlalandsliðsins í stað Mats Olsson. Sænska handknattleikssambandið greindi frá ráðningu Svensson fyrir stundu.

Svensson hefur unnið með Guðmundi Þórði Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, síðan að Guðmundur tók við þjálfun landsliðsins í febrúar fyrir þremur árum. Einnig starfaði Svensson við hlið Guðmundar þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska karlalandsliðið frá 2014 til 2017 og hjá Rhein-Neckar Löwen frá 2010 til 2014.

Tomas Svensson lengst til hægri fagnar í einum af leikjum Íslands á HM 2021 í Egyptalandi. Mynd/EPA

„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að starfa fyrir HSÍ og íslenska landsliðið. Ég á eftir að sakna samstarfsins við Guðmund, strákanna í landsliðinu, starfsfólk landsliðsins og HSÍ,“ segir Svensson í tilkynningu frá HSÍ.

Ekki er ljóst hvort einhver eða hver taki við starfi Svensson sem hafði þjálfun markavarða landsliðsins á sinni könnu auk annars.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -