- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svensson orðaður við nýtt starf

Tomas Svensson skiptir kannski um vist í sumar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Tomas Svensson, fyrrverandi markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er sterklega orðaður við starf aðstoðarþjálfara þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf, í þýska blaðinu Bild í dag.


Svensson hefur undanfarin sjö ár verið hluti af þjálfarateymi Magdeburg en þar áður starfaði hann við hlið Guðmundar Þórðar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen um árabil. Svensson er sagður vera samningsbundinn Magdeburg til loka júní á þessu ári.


Carlos Ortega, þjálfari Hannover-Burgdorf, þekkir Svensson síðan þeir voru í herbúðum Barcelona í kringum aldarmótin. Ortega leitar nú að aðstoðarþjálfara í stað landa síns Iker Romero sem tekur við þjálfun karlaliðs Bietigheim í sumar.


Svensson hætti störfum hjá íslenska karlalandsliðinu fyrir örfáum vikum og bættist þá inn í þjálfarateymi sænska karlalandsliðsins. Það er skorpustarf svipað því sem hann var í hjá Handknattleikssambandi Íslands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -