- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar unnu bronsið og farseðil á Ólympíuleikana

Leikmenn Svía fagna sigrinum á Þjóðverjum í leiknum 3. sæti á EM í Lanxess Arena í Köln. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svíar lögðu Þjóðverja í næst síðasta leik Evrópumótsins í handknattleik karla í dag, 34:31, og hljóta þar með bronsverðlaunin og farseðil á Ólympíuleikana. Svíar taka sæti Evrópumeistaranna vegna þess að Danir og Frakkar sem leika til úrslita á EM eru þegar örugg um sæti á leikunum. Sænska landsliðið var sterkara frá upphafi til enda og hafði m.a. sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:12, í Lanxess Arena í Köln.

Eftir slakan fyrri hálfleik með mörgum mistökum auk stórleiks Andreas Palicka í sænska markinu þá tókst þýska liðinu að koma til baka þegar á leið síðari hálfleiks. Því tókst að minnka muninn í eitt mark, 30:29, þegar liðlega sex mínútur voru til leiksloka. Svíar voru öruggari á síðustu mínútunum og unnu verðskuldaðan sigur.

Sem fyrr segir þá var Palicka markvörður Svía frábær í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik dró Felix Claar sænska vagninn alla leið í mark. Hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar, flest í síðari hálfleik.

Mörk Svíþjóðar: Felix Claar 8, Sebastian Carlsson 7, Jonathan Carlsbogard 3, Hampus Wanne 3, Albin Lagergren 2, Jim Gottfridsson 3, Oscar Bergendahl 2, Lukas Sandell 2, Max Darj 1, Lucas Pellas 1, Andreas Nilsson 1.
Varin skot: Andreas Palicka 19, 44,2% – Tobias Thulin 1, 16,7%.

Mörk Þýskalands: Renars Uscins 8, Johannes Golla 4, Lukas Mertens 4, Juri Knorr 3, Julian Köster 3, Philip Weber 2, Christoph Steinert 2, Timo Kastening 2, Jannik Kohlbacher 2, Kai Häfner 1.
Varin skot: Andreas Wolff 9, 24,3% – David Späth 1, 16,7%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -