- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svona er kannski standardinn í þessari keppni

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta var hreint ótrúlegt og alveg ljóst að fyrir okkur átti ekki að liggja að vinna leikinn í dag. Svona er kannski standardinn í þessari keppni. Við vorum mjög mikið í undirtölu, ekki síst í fyrri hálfleik. Það gerði róðurinn enn erfiðari,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is fyrir stundu eftir átta marka tap, 36:28 fyrir Sabbianvco Anorthosis Famagusta í síðari leik liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla á Nikósíu á Kýpur kvöld.

Ekki sömu reglur báðum megin

„Þess utan eru leikmenn Famagusta stórir og sterkir. Þeir tóku vel á því og þegar ekki eru sömu reglur báðum megin vallarins þá er við ramman reipa að draga,“ sagði Rúnar ennfremur en samanlagt tapaði lið hans með 12 marka mun.


„Fyrir vikið var þetta mjög erfitt. Ef við hefðum verið mjög klókir þá hefðum við getað náð betri úrslitum, ekki síst í gær í fyrri leiknum. Við erum bara ekki á nógu góðum stað um þessar mundir.

Erfitt að berjast áfram

Viljan vantaði ekki í leikmenn mína en það erfitt að berjast áfram þegar brotin eru fáránleg, þá missa menn bara móðinn, því miður,“ sagði Rúnar ennfremur.


Haukum tókst að ná áhlaupi rétt fyrir miðjan síðari hálfleik í kjölfar þess að þremur eða fjórum leikmönnum Famagusta var vísað út af, nánast á einu bretti. Forskot heimamanna fór þá niður í tvö mörk, 23:25.


„Þegar jafnt var í liðum á nýjan leik fjaraði áhlaup okkar út. Þá gáfum við öllum leikmönnum sem eru með í ferðinni og hafa verið með í að safna fyrir henni, tækifæri til þess að spila,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -