- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Syrtir frekar í álinn hjá Daníel Þór og félögum

Daníel Þór Ingason í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk í þremur tilraunum og átti tvær stoðsendingar fyrir lið sitt Balingen-Weilstetten í kvöld þegar það tapað enn einu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni fyrir Erlangen á heimavelli, 25:23. Daníel Þór var vísað einu sinni af leikvelli.


Balingen-Weilstetten er ekki í góðum málum eftir tíu leiki í deildinni. Liðið situr í 17. og næst neðsta sæti með fjögur stig. Oddur Gretarsson er ekki byrjaður að leika með liðinu á nýjan leik eftir aðgerð á hné í sumar. Hann vonaðist til þess í haust að byrja öðru hvoru megin við áramótin.


Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer HC voru nærri að fá eitt stig í heimsókn sinni til Kiel í kvöld. Danski markvörðurinn Niklas Landin kom í veg fyrir það er hann varði lokaskot Fabian Gutbrod á síðustu sekúndum. Kiel slapp þar með skrekkinn, lokatölur, 24:23. Arnór Þór skoraði eitt mark.

Leipzig vann Hannover-Burgdorf, 32:25, á heimavelli. Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -