- Auglýsing -
- Auglýsing -

Taka fastar á leikaraskap og ögrunum

Dómarar fá oft litar þakkir fyrir störf sína. Þeir fá þó viðurkenningu fyrir að dæma úrslitaleiki í bikarkeppninni svo dæmi sé tekið. Þeir vilja nú taka fastar leikaraskap og örgrunum í sinn garð. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Dómarar og eftirlitsmenn koma vel undirbúnir til leiks á Íslandsmótinu að sögn Reynis Stefánssonar, formanns dómaranefndar HSÍ.  Alls munu 37 dómarar og 12 eftirlitsmenn bera hitann og þungan af störfum í kringum þá fjölmörgu leiki sem fram fara í Olísdeildum karla og kvenna og í Grill 66-deildunum tveimur. 

Reynir segir engar breytingar hafa átt sér á reglum í handknattleik síðasta árið. Yfirleitt séu ekki gerðar reglubreytingar nema í kringum Ólympíuár. „Þar sem Ólympíuleikunum var frestað um ár þá voru breytingarnar lagðar til hliðar. Við hér heima hinsvegar leggjum ríka áherslu á nokkur atriði, meðal annars sem snýr að leikaraskap leikmanna og ögrun í garð dómara. Eins er það okkar markmið meðal annars að samræmi verði í aðgerðum og afleiðingum,“ sagði Reynir ennfremur.

Dómarar og eftirlitsmenn voru á fjarfundum á dögunum til þess að fara yfir áherslur tímabilsins. Eins hefur verið fundað með þjálfurum liðanna. 

Helstu áherslur tímabilsins eru þessar:

• Ögrandi framkoma eftir leikbrot – sama og í fyrra. 

• Bekkjarstjórnun.

• Ögrandi framkoma við hinn bekkinn (sjálfkrafa stighækkandi).

• Heimta rautt spjald (sjálfkrafa stighækkandi).

• Samskipti (leikmenn og starfsmenn).

• Líkamstjáning, flaut og bendingar.

• Covid varnir, hnerri, hósti, o.s.frv. óíþróttamannsleg framkoma.

• Barátta línumanns og varnar.

• Leikaraskapur.

• Ruðningur.

• Sérstaklega verið áberandi eftir ákveðna tegund af brotum þar sem leikmaður liggur eftir. 

• Leikmaður/leikmenn hópast að þeim sem er brotlegur eða þeim sem brotið hefur verið á 

• Lágmark 2 mínútna refsing. 

• Dómarar eru á staðnum til að dæma, ekki stilla til friðar. 

• Dæmi um að leikmenn geri mikið úr minniháttar brotum. 

• Línumenn eða hornamenn sækja brot til að fá víti. 

• Öfgafull viðbrögð við minnstu snertingu nálægt hálsi eða andliti. 

• Fiska ruðning. 

• Þetta vandamál er ekki eingöngu bundið við handbolta. 

• Leikaraskap skal refsa með tveggja mínútna refsingu.

• Það er óheimilt að hlaupa eða stökkva á mótherja. 

• Ef að varnarmaður er á hreyfingu að sóknarmanni er ólíklegt að um sóknarbrot sé að ræða (nema sóknarmaður noti hendur eða fætur gegn varnarmanni). 

• Það er nánast alltaf brot á varnarmann ef varnarmaður notar hendur til að halda eða hrinda leikmanni. 

• Hvar varð áreksturinn? 

• Fyrir innan vítateig? Fyrir utan vítateig? Á gráa svæðinu? 

• Hvernig komst varnarmaðurinn í sína stöðu? 

• Þjálfurum er ekki heimilt að vera í beinu sambandi við dómara. 

• Samskipti utan vallar eiga alltaf að fara í gegnum skrifstofu HSÍ eða dómaranefnd.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -