- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Takk fyrir tvöfalda misgreiningu“

Eyþór Vestmann handknattleiksmaður gekkst ekki undir aðgerð í morgun. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

Ekkert varð úr því í morgun að handknattleiksmaðurinn Eyþór Vestmann hjá ÍR færi í aðgerð vegna þess sem talið er vera slitin sin í upphandleggsvöðva. Þegar Eyþór var nánast lagstur undir hnífinn kom í ljós að læknir sá sem átti að gera aðgerðina sagði út í bláinn að gera hana. Ekki hafi verið rétt greint hvað væri nákvæmlega að og ekki væri æskilegt að gera aðgerð til þess eins að kanna hvað væri að.

Frá þessu greinir Eyþór á Facebook-síðu sinni í dag en í morgun sagði handbolti.is frá því að hann væri að leggjast undir hnífinn og yrði frá keppni fram í febrúar. Eyþór veitti handbolta.is góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna.

 „Nú sit ég fyrir framan landspítalann í fossvogi þar sem ég átti að fara í aðgerð … en þvi var frestað útaf rangri greiningu sem er ekki frásögufærandi nema það að ..,“ skrifar Eyþór og rekur síðan raunasögu sína þar sem hann hefur farið frá Heródesi til Pílatusar undanfarnar fimm vikur og án þess að fá rétta greiningu og enn síður einhverja bót meina sinna.

Ekki aðeins hafa þessi meiðsli komið niður á æfingum hans heldur einnig vinnu.

„Þannig nuna 5 vikum eftir að þessi meiðsli byrja er ég að bíða eftir að komast í segulómun í orkuhúsinu og síðan í aðgerð eftir það … Takk fyrir tvöfalda misgreiningu,“ segir Eyþór í lokin á Facebook-færslu sinni sem lesa á má í heild sinni hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -