- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tandri Már kallaður inn í hópinn – tveir í sóttkví

Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur kallað Tandra Má Konráðsson leikmann Stjörnunnar inn í landsliðshópinn í handknattleik eftir að ljóst varð að Arnór Þór Gunnarson og Elvar Ásgeirsson geta ekki tekið þátt í þeim leikjum sem framundan eru í undankeppni EM.

Arnór Þór og Elvar eru í sóttkví eftir að kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liða þeirra fyrir helgina. Arnór Þór leikur með Bergischer HC í Þýskalandi en Elvar er hjá Nancy í Frakklandi.

Tandri Már á að baki 23 landsleiki en hefur lítið verið viðloðandi landsliðið undanfarin fjögur ár.

Íslenska landsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni EM á næstu dögum:

Þri. 27. apríl kl. 17, Ísrael – Ísland – Tel Aviv.

Fim. 29. apríl kl. 16, Litháen – Ísland – Vilnius.

Sun. 2. maí kl. 17, Ísland – Ísrael – Schenkerhöllin.

Ísland á eftir þrjá leiki í 2. sæti riðilsins en stendur þó betur en Portúgal sem er í 1. sæti riðilsins vegna betri innbyrðis stöðu milli liðanna. Tvö efstu liðin fara beint á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem fram fer í janúar á næsta ári.

Sautján leikmenn verða í landsliðshópnum sem tekur þátt í leikjunum þremur:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Miðjumenn:
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni (23/?)
Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)
Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36)
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
Teitur Örn Einarsson, IFK Kristianstad (18/18)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)
Hægra horn:
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE Håndbold (9/15)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -