- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tap eftir 12 taplausar viðureignir

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC-Aix máttu bíta í það súra epli í kvöld að tapa sínum öðrum leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik á þessari leiktíð er þeir fengu liðsmenn Chartres í heimsókn. Gestirnir voru snarpari, ekki síst í síðari hálfleik, og þótt sigurmarkið hafi verið skorað á síðustu sekúndu þá var sigurinn vafalítið verðskuldaður, lokatölur, 25:24.


Donni og félagar höfðu leikið 12 leiki í röð án taps þangað til í kvöld. Þeir töpuðu fyrir PSG í fyrstu umferð í haust en hafa síðan unnið 10 leiki og gert jafntefli þar til að Chartres-piltar komu, sáu og sigruðu í Aix í kvöld.


PSG er efst með fullt hús stiga, 30, eftir 15 leiki. Montpellier er næst með 24 stig eftir 14 leiki. PAUC er í þriðja sæti tveimur stigum á eftir Montpellier. Limoges hefur komið á óvart í deildinni í vetur og er í fjórða sæti með 22 stig en hefur lokið 16 viðureignum.


Donni skoraði þrjú mörk úr sex tilraunum.


Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 10:10. Leikmenn Chartres náðu fljótlega undirtökunum og voru lengi vel með tveggja til þriggja marka forskot. PAUC jafnaði 21:21, en missti leikinn aftur úr höndum sér þegar gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð. Spennan var mikil í lokin þegar PAUC tókst að jafna skömmu fyrir leikslok. Gestirnir nýttu hinsvegar tímann afar vel.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -