- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tapaður bolti og tapaður leikur

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson og samherjar í SönderjyskE töpuðu naumlega í kvöld fyrir Skanderborg Håndbold í hörkuleik í Skanderborg, 32:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda og m.a. var jafnt að loknum fyrri hálfleik, 17:17.

Nikolaj Nielsen tryggði heimaliðinu sigur á síðustu sekúndu. Sveinn og félagar áttu möguleika á að vinna leikinn en töpuðu boltanum þegar 17 sekúndur voru eftir í jafnri stöðu, 31:31. 

Sveinn skoraði ekki mark í leiknum. Hann lét til sín taka í vörn SönderjyskE og var vísað af leikvelli einu sinni. 

Sönderjyske er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir níu leiki. Skanderborg er tveimur sætum ofar með 11 stig, einnig að loknum níu leikjum.

Staðan í úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -