- Auglýsing -

Teitur markahæstur í stórsigri – úrslit leikja í undankeppni Evrópudeildar

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt

Fyrri leikir annarrar og síðari umferðar undankeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fóru fram í kvöld. Hópur íslenskra handknattleiksmanna stóð í ströngu og gekk þeim og liðum þeirra misjafnlega.

 • Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Flensburg ásamt Dönunum Johan á Plógv Hansen og Emil Jakobsen með sex mörk þegar liðið steig stórt skref í átt að riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stórsigri, 39:25 á pólska liðinu MMTS Kwidzyn í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Póllandi í kvöld. Flensburg var níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 21:12.
 • Annar Selfyssingur, Tryggvi Þórisson, lék með IK Sävhof í kvöld í jafntefli við Montpellier, 24:24. Leikurinn fór fram í Partille. Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum. Færeyska ungstirnið, Óli Mittun, skoraði eitt af mörkum Sävehof.
 • Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason voru markahæstu leikmenn Kolstad þegar liðið tapaði með þriggja marka mun fyrri Bidasoa Irun á Spáni í kvöld, 30:27. Sigvaldi Björn skoraði sex mörk og Janus Daði fimm.
 • Lærisveinar Hannesar Jóns Jónssonar í austurríska liðinu Alpla Hard unnu Bytel Skopje, 26:21, á heimavelli í kvöld. Hard var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:8.
 • Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í GC Zürich töpuðu með 10 marka mun, 34:24, fyrir BM. Benidorm á Spáni í kvöld. Ólafur Andrés skoraði fimm mörk fyrir GC Zürich og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.

 • Úrslit annarra leikja:
  IFK Kristianstad – Skanderborg-Aarhus, 31:32.
  Steaua Búkarest – Ferencváros 33:31.
  Azoty-Pulawy – RK Nexe 32:26.
  Göppingen – Lemgo 28:24.
  Sporting – Bjerringbro/Silkeborg 31:22.
  Belenenses – Aguas Santas Milaneza 20:23.
  Chambery – Fejer B.A.L-Veszprém 29:25.
 • Síðari leikir 2. umferðar fara fram á þriðjudaginn eftir viku. Sigurliðin 12 taka sæti með 12 öðrum liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
 • Dregið verður í riðla fyrir Evrópudeildina fimmtudaginn 6. október.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -