- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn hafði betur gegn frænda

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Frændurnir, Selfyssingarnir og landsliðsmennirnir Teitur Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu fimm mörk hvor þegar lið þeirra, Flensburg og Melsungen, mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld í Flensburg. Teitur Örn og félagar höfðu betur, 27:24. Ekki geigaði markskot hjá Teiti Erni í leiknum.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen. Alexander Petersson skoraði ekki en var öflugur í vörninni gegn sínum fyrri samherjum í Flensburgliðinu.

Viggó fór á kostum í Kiel

Viggó Kristjánsson átti stórleik fyrir Stuttgart í heimsókn liðsins til Kiel. Hann skoraði átta mörk í jafnmörgum tilraunum og átti auk þess 10 stoðsendingar. Frammistaða hans nægði ekki og Kiel vann með fjögurra marka mun, 35:31, eftir að hafa átt undir högg að sækja á löngum köflum í leiknum. Andri Már Rúnarsson kom lítið við sögu í liði Stuttgart að þessu sinni.


Frammistaða Viggós skyggði á norsku stórstjörnuna Sander Sagosen sem skoraði sjö mörk í níu skotum fyrir Kiel og var með sex stoðsendingar.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans Göppingen sótti Hannover-Burgdorf heim og vann með tveggja marka mun, 34:32. Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen áttu erfitt uppdráttar í heimsókn sinni til HC Erlangen í Nürnberg. Löwen tapaði með tíu marka mun, 36:26. Ýmir skoraði ekki mark en honum var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur svo sannarlega hefur hann látið fyrir sér finna í vörninni.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -