- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn leikur til úrslita í Evrópudeildinni á morgun

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensburg-Handewitt leika til úrslita í Evrópudeildinni á morgun gegn annað hvort Rhein-Neckar Löwen eða Füchse Berlin. Flensburg lagði rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest, 38:32, í undanúrslitum Barclays Arena í Hamborg í dag.

Teitur Örn skoraði tvö mörk í tveimur skotum í leiknum. Hann átti einnig tvær stoðsendingar. Danirnir Emil Jakobsen og Johan á Plogv Hansen voru markahæstir með 11 og níu mörk. Jakobsen brást ekki einu sinni bogalistin.

Hollendingurinn Kay Smits lék á ný með Flensburg eftir nærri hálfs árs fjarveru vegna veikinda. Hann skoraði eitt mark.

Andrii Akimenko var markahæstur hjá Dinamo með sjö mörk. Slanislav Kasparek var næstur með sex mörk.

Flensburg lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik með frábærum leik, jafnt í vörn sem sókn. Staðan var 18:11 að loknum 30 mínútna leik.

Síðar í dag mætast Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin í hinni undanúrslitaviðureigninni. Berlínarliðið vann Evrópudeildina á síðasta ári.

Ýmir Örn Gíslason leikur með Rhein-Neckar Löwen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -