- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar ruddu ungversku meisturunum úr vegi

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í þýska liðinu Flensburg er komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þrátt fyrir eins marks tap, 36:35, í hörkuleik gegn ungversku meisturunum Pick Szeged í Ungverjalandi í kvöld. Flensburg vann heimaleikinn í síðustu viku með fjögurra marka mun, 25:21, og stóð af sér pressuna í Pick Arena í Szeged í kvöld.


Teitur Örn skoraði fimm mörk í sjö skotum og stóð sig afar vel. Svíarnir Hampus Wanne og Jim Gottfridsson voru markahæstir hjá þýska liðinu með níu og sjö mörk. Johannes Golla skoraði marki meira en Selfyssingurinn.


Sebastian Frimmel var markahæstur hjá Pick Szeged. Hann skoraði sex mörk. Matej Gaber skoraði fimm mörk.


Viðureignin í kvöld var afar jöfn frá upphafi til enda. Flensburg var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17.


Flensburg mætir Barcelona í átta liða úrslitum 11. og 18. maí.


Síðari í kvöld mætast PSG og Elverum öðru sinni og í þetta skiptið í Paris. Liðin skildu jöfn, 30:30, í Elverum á dögunum í fyrri leiknum. Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson eru í leikmannahópi Elverum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -