- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og fleiri komust áfram – úrslit og markaskor

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust í kvöld í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir sigur á Füchse Berlin, 34:32, í Flens-Arena í hörkuleik. Teitur Örn skoraði þrjú mörk í leiknum.


Af öðrum liðum íslenskra handknattleiksmanna er það að segja að Gummersbach og Melsungen náðu einnig að vinna sér sæti á næsta stigi bikarkeppninnar. HC Erlangen, Balingen-Weilstetten, Coburg og Empor Rostock eru á hinn bóginn úr leik.


Úrslit kvöldsins:

Flensburg – Füchse Berlin 34:32.
– Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg og átti eina stoðsendingu.

Empor Rostock – Gummersbach 31:40.
– Sveinn Andri Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Rostockliðið, átti eina stoðsendingu og var einu sinni vísað af leikvelli. Hafþór Már Vignisson virðist ekki hafa verið í liði Rostock að þessu sinni.
– Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur af mörkum Gummersbachliðsins. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvisvar sinnum. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.

HC Erlangen – Melsungen 30:34.
– Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.
– Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Erlangen og átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark.

Wetzlar – Balingen-Weilstetten 35:24.
– Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen og Daníel Þór Ingason eitt auk einnar stoðsendingar. Honum var einnig einu sinni vísað af leikvelli.

HSC Coburg – Grosswallstadt 27:31.
– Tumi Steinn Rúnarsson lék ekki með Coburg. Hann er ennþá fjarverandi vegna meiðsla.


Önnur úrslit:
Dessau-Rosslauer – Lübbecke 30:34.
Bietigheim – Hüttenberg 31:26.
Lübeck-Scwartau – Lemgo 23:32.
Fürstenfeldbruck – HSV Hamburg 24:41.
Vinnhorst – ASV Hamm-Westfalen 21:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -