- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tékkneskt félag endugalt úkraínsku liði vinaþel

- Auglýsing -

Handknattleiksliðið HC Galychanka Lviv frá Úkraínu hefur tímabundið flutt sig um set til Tékklands til þess að eiga þess kost að halda áfram að taka þátt í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. HC Galychanka Lviv er komið í undanúrslit keppninnar og mætir á morgun Rocasa Gran Canaria í undanúrslitum keppninnar. Leikið verður í Hodonin í Tékklandi en þar hefur lið HC Galychanka Lviv bækistöðvar um þessar mundir.


Leikmenn HC Galychanka Lviv komu til Hodonin fyrir nokkum dögum ásamt aðstoðarþjálfaranum Tetyana Shtefan. Aðalþjálfarinn Vitaliy Andronov átt ekki heimangengt.


Ástæða þess að leikmenn HC Galychanka Lviv eru í Hodonin er sú að forráðamenn HC Hodonin vilja sýna samhug með íbúum Úkraínu og um leið endurgjalda vinaþel sem stjórnendur HC Galychanka sýndu af sér þegar liðin mættust á fyrri stigum Evrópubikarkeppninnar í haust sem leið.


Sem fyrr segir þá mætast HC Galychanka Lviv og Rocasa Gran Canaria í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í Hodonin í Tékklandi á morgun. Síðari viðureignin verður í Gran Canaria um aðra helgi. Þangað til leikmenn úkraínska liðsins fara til Kanaríeyja í síðari leikinn dvelja þeir við æfingar í Hodonin í Tékklandi í boði bæjarbúa og stjórnenda félagsins í bænum.


Haft er eftir Shtefan þjálfara að það hafi ekki verið auðvelt fyrir leikmenn að yfirgefa fjölskyldur sínar í Lviv í Úkraínu. Hinsvegar hafi verið rétt að þiggja rausnarlegt boð forráðamanna HC Hodonin og halda þar áfram þátttöku í Evrópukeppninni þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -