- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tekur við karlalandsliði Sviss sumarið 2024

Andy Schmid tekur við landsliðið Sviss sumarið 2024. Þangað til verður hann leikmaður landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Meðan Handknattleikssamband Íslands leitar að einstaklingi í starf þjálfara karlalandsliðs Íslands þá tilkynnti handknattleikssamband Sviss í kvöld að landsliðsmaðurinn Andy Schmid taki við þjálfun karlalandsliðs Sviss sumarið 2024. Hann á að byggja upp sterkt landslið sem getur gert sig gildandi á EM 2028 sem haldið verður í Sviss.


Schmid hefur um langt árabil verið besti handknattleiksmaður Sviss. Hann flutti heim á síðasta ári eftir nærri hálfan annan áratug sem leikmaður í Þýskalandi og Danmörku. Schmid, sem er 39 ára gamall hefur átta stórkostlegt tímabil með HC Kriens-Luzern sem orðið hefur til þess að liðið er það allra besta í Sviss um þessar mundir.


Schmid hyggst leggja keppnisskóna á hilluna vorið 2024 og snúa sér að þjálfun. Ljóst er að hann byrjar ekki á því að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með því að taka að sér landsliðið sem hann hefur leikið 206 leiki fyrir. Schmid tekur við þjálfun landsliðsins sumarið 2024 af Michael Suter. Þangað til mun Schmid leika undir stjórn hans hjá landsliðinu. Suter hefur þjálfað landsliðið frá 2016.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -