- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það kom hik á allt

Ólafur Andrés Guðmundsson. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Það sá það hver maður sem sá leikinn eða sér úrslitin að við töpuðum leiknum á sóknarleiknum. Blanda af stífum sóknarleik og slakri skotnýtingu sem fór með leikinn af okkar hálfu,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, markahæsti leikmaður Íslands með fjögur mörk í 20:18 tapi fyrir Sviss í fyrstu umferð þriðja milliriðils á HM í handknattleik í samtali við handbolta.is í keppnishöllinni eftir leikinn.


„Á heimsmeistaramóti er það liðin tíð að vinna handboltaleik með því að skora 18 mörk. Eins á maður að vinna ef maður fær aðeins á sig 20 mörk. Það kom hik á allt, bæði í sendingum og skotum, því miður,” sagði Ólafur og daufur í dálkinn eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins að leikslokum.
Spurður hvernig liðið getur fallið í þessa gryfju sagðist Ólafur ekki hafa svörin svo skömmu eftir leikinn

„Það má eflaust skrifa þetta á reikning ýmissa atriða. Svona skömmu eftir leikinn hef ég ekki svör á reiðum höndum. Þetta er spurning sem við verðum að spyrja okkur sjálfa að.

Það vantaði ekkert upp á baráttu, vilja og dugnað. Þess vegna er slæmt að annað skuli ekki hafa gengið upp í dag,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Dr. Hassan Moustafa íþróttahöllinni í Kaíró.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -