- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þær keyrðu bara yfir okkur – áttum ekki möguleika

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Valsliðið var mikið betra í dag og keyrði bara yfir okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir stórtap, 29:10, fyrir Val í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í dag. Stjarnan var án tveggja öflugra leikmanna, Emblu Steindórsdóttur og Tinnu Sigurrósar Traustadóttur sem eru meiddar. Sú síðarnefnda fékk höfuðhögg í æfingaleik við Hauka fyrir nokkru.

Þrátt fyrir afföll og skort á meiri samæfingu sagðist Patrekur hafa vonast eftir betri frammistöðu hjá sínu unga liði. Stjarnan skoraði aðeins þrjú mörk í síðari hálfleik.

„Við vorum allt í lagi framan af í vörninni, þegar við á annað borð komust í vörnina. Sóknarleikurinn var hinsvegar alltof hægur. Valsliðið lék aðeins framar en við reiknuðum með og við áttum ekki möguleika á að komast í gegnum vörn Vals,“ sagði Patrekur sem hefur ekki haft fjölmennan hóp við æfingar í sumar af ýmsum ástæðum, m.a. voru leikmenn úti með yngri landsliðum kvenna á stórmótum.

„Við eigum eftir að verða betri þegar við getum æft meira og betur, meðal annars sex á sex. Það sást vel að sóknarleikurinn var frekar stirður. Við eigum talsvert í land,“ sagði Patrekur Jóhannesson sem tók við þjálfun Stjörnunnar í sumar og á mikið verk fyrir höndum.

Sjá einnig: Ótrúlegir yfirburðir Valskvenna

Þetta var svakalega mikill munur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -