- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þarf lengri tíma til að jafna sig

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold á næsta keppnistímabili. Mynd/Erik Laursen - aðsend
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir leikur ekki með liði sínu Vendsyssel í dag þegar það mætir Köbenhavn Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna fór í meðferð vegna eymsla í mjöðm í lok september og hefur ekki jafnað sig ennþá. Eymslin hafa hrjáð hana síðan í sumar, löngu áður en keppnistímabilið hófst.


„Þetta tekur aðeins lengri tíma en haldið var í fyrstu og því miður verð ég ekki klár í leikinn i dag,“ sagði Elín Jóna við handbolta.is í morgun.
Hún gerði sér vonir um að verða klár í slaginn þegar lið hennar byrjaði aftur keppni í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hlé var gert undir lok september vegna æfinga landsliða. Leikurinn í dag, sem fram fer á heimavelli, er einmitt fyrsti leikur Vedsyssel eftir hléið og um leið sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara en fyrri þjálfara liðsins var sagt upp störfum í byrjun þessa mánaðar.


Vendsyssel er í botnsæti dönsku úrvalsdeildarinnar með eitt stig en Köbenhavn er í fimmta sæti með 10 stig.


Elín Jóna var í ítarlegu viðtali við handbolta.is fyrir skömmu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -