- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Thea Imani hefur gengið frá þriggja ára samningi

Thea Imani Sturludóttir verður með Val næstu þrjú ár. Mynd/[email protected]
- Auglýsing -

Landsliðskonan í handknattleik Thea Imani Sturludóttir hefur ákveðið að leika óhikað áfram með Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í handknattleik. Félagið greinir frá þessu í dag. Thea Imani hefur skrifað undir þriggja ára samning sem tekur við af fyrri samningi frá 2021. Hún er önnur landsliðskona Vals á þremur dögum sem skrifar undir nýjan samning við félagið. Hildigunnur Einarsdóttir samþykkti að halda áfram, a.m.k. næsta árið.

Thea Imani hefur verið ein allra besta handknattleikskonan hér á landi undanfarin ár, hvort sem litið er til varnar- eða sóknarleiks. Hún skoraði 102 mörk í 21 leik í Olísdeildinni í vetur. Á sama tíma hefur Thea orðið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðsins og átt drjúgan þátt í vexti þess og viðgangi. Alls eru landsleikirnir 78 og mörkin 169.

Thea Imani gekk til liðs við Val í upphafi árs 2021. Hún lék upp yngri flokka í Fylki en hélt ung til Noregs og lék með Volda og Oppsal. Eftir það tók við vera hjá Aarhus United í dönsku úrvalsdeildinni. Thea fékk nóg ytra covid-veturinn 2020/2021 og flutti heim og samdi við Val.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -