- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þeir ungu að austan lögðu Berserki

Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof í Svíþjóð. Mynd/ÁÞG

Ungmennalið Selfoss gerði góða ferð í Víkina í kvöld og vann þar Berserki í hörkuleik með tveggja marka mun, 30:28, eftir nokkra spennu á lokakaflanum. Selfossliðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14, og hefur með þessu sigri í kvöld tvo vinninga í Grill66-deildinni eftir fjóra leiki. Berserkir eru á hinn bóginn án vinnings að loknum fimm leikjum.


Selfossliðið náði undirtökum í leiknum þegar kom fram í síðari hálfleik. Þrátt fyrir ákafa baráttu af hálfu Berserkja tókst þeim ekki að jafna metin. Selfossliðið náði að vera skrefi á undan á lokamínútunum og fara með tvö góð stig í farteskinu austur yfir Hellisheiði.


Mörk Berserkja: Marinó Gauti Gunnlaugsson 7, Þorri Starrason 6, Bjartur Heiðarsson 4, Þórhallur Þrastarson 3, Logi Ágústsson 3, Sigtryggur Þráinsson 3, Hinrik Wöhler 2.
Mörk Selfoss U.: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Daníel Karl Gunnarsson 6, Ísak Gústafsson 5, Tryggvi Þórisson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
ath: Eitt mark vantar á lið Selfoss á leikskýrslu sem er undirrituð af dómurum leiksins og farið var eftir við skráninguna hér að ofan. Upptaka af víkingurtv staðfestir að Selfoss vann, 30:28.


Stöðuna í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -